Select Page

Um hundahald.is

Er flókið að eiga hund?

Upplýsingavefurinn byggir á fyrirlestri sem haldin var í nóvember 2021 og febrúar 2022. Vakin er athygli á svarinu við spurningunni “Er flókið að eiga hund?”. Ýmislegt kemur í ljós og hefur höfundur sjálfur búið í 7 sveitarfélögum með hunda og er það von hans að vefurinn varpi ljósi á bæði spurninguna og svörin sem við henni fást.

Vefurinn sýnir samantekt á tengingum hundaeiganda og almennings við hagaðila.

Hlaða niður fyrirlestri. PDF

Hlaða niður yfirliti yfir tengingar við hagaðila. PDF

Þessi vefur er í stöðugri þróun og allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið hundahald@hundahald.is

Samantekt á tengingum hundaeigenda og
almennings við hagaðila fyrir Málþing FÁH 2020.

Mikið flækjustig:

  • 29 tengingar
  • 30 hagaðilar

Þar á meðal:

  • 3 ráðuneyti: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti, Matvælaráðuneyti og Innviðaráðuneyti.
  • 6 stofnanir: Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, Lögreglan, Strætó BS, Tollstjóri og Sýslumenn.
  • 9 heilbrigðiseftirlit og 64 Sveitarfélög með 48 ólíkar hundasamþykktir.

Lagabreytingar um dýravelferð 2013 og breyting á persónuverndarlögum 2018 hafa lítið skilað sér inn í hundasamþykktir sveitarfélaga og vinnubrögð heilbrigðiseftirlita víðs vegar um land. 

 

Hlutverk og gjaldtökuheimildir

Heilbrigðiseftirlit Sveitarfélög Ráðuneyti Matvælastofnun Félagasamtök og almenningur
Lög og reglugerðir
um hollustuhætti
Lög og
reglugerðir um
dýravernd
Almenn
íbúaþjónusta
Lög um
fjöleignarhús
Lög og reglugerðir
um dýravernd
Samfélagsleg ábyrgð
Heilnæmt og
ómengað umhverfi,
Sullarveiki,
Ábyrgðartrygging (1
Hjálparskylda,
Dýraaðstaða (2
Hundasvæði,
Hundagerði,
Leiktæki,
Fræðsla
Samþykki 2/3
eigenda í
stigagangi
Dýraníð,
Vanræksla,
Örmerkjagrunnur
Týnd dýr,
Fundin dýr,
Dýraleit,
Heimilisleit

1) Sveitarfélögum er heimilt að setja gjaldskrá vegna eftirlits vegna ákvæða í hundasamþykktum en þó eingöngu fyrir eftirlit með því sem er umfram það sem tilgreint er í öðrum reglugerðum. Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum sem falla undir hollustuverndarlögin. Sveitarfélögum er óheimilt að innheimta eftirlitsgjöld af hundaeigendum vegna hjálparskyldu, handsömunar hunda og dýraaðstöðu sveitarfélags sem falla undir lög um dýravernd.
2) Sveitarfélögum er heimilt samkvæmt dýraverndarlögum að innheimta handsömunargjöld sem nema áföllnum kostnaði skv. gjaldskrá.